Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur vandvirka prjónara í lið með okkur.

The Icelandic Store hefur síðan 2014 selt íslenskar vörur á netinu og hefur salan aukist jafnt og þétt á hverju ári. Við höfum sett okkur það markmið að selja aðeins vandað íslenkt handverk á sanngjörnu verði en einnig tryggt að framleiðandinn (prjónarar) fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína.

Ef þú hefur áhuga á að prjóna fyrir okkur hafðu þá samband á email shop[A]icelandicstore.is með helstu upplýsingar um þig og við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.

Verðlisti:
Peysur úr tvöföldum plötulopa - 15.500
Peysur úr þreföldum plötulopa - 15.000
(efni dregst frá verði)

Oft falla til verkefni þar sem um sérstakar peysur er að ræða og er þá samið sérstaklega um verð fyrir slíka vinnu.

* Við gerum kröfu um vönduð vinnubrögð. Við áskiljum okkur rétt til að skila peysum sem ekki uppfylla gæðakröfur okkar
** Öll viðskipti eru staðgreiðsluviðskipti.